Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 21:44 Arnar Þór Jónsson er lögmaður frjálsu félagasamtakanna Frelsi og ábyrgð. Vísir/ÞÞ Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira