Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus Árni Gísli Magnússon skrifar 10. janúar 2022 21:55 Baldur Þór Ragnarsson var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega. „Ánægður með að sigra leikinn. Við vorum í vandræðum með að stoppa þá allan tímann og þeir voru áræðnir að sækja á okkur en við vorum áræðnir á móti og erum að sækja mikið á körfuna og skjótum 34 vítum í leiknum sem þýðir að liðið hafi verið áræðið.” Tindastóll hafði fyrir leikinn í dag ekki spilað leik í 25 daga en þá tapaði liðið heima fyrir Þór Þorlákshöfn með 43 stigum. Hvernig var leikplanið í dag eftir svona langt stopp? „Það var aðallega að hafa gaman að því að spila körfu, af því að þegar þú lendir í þessu stoppi og búið að vera erfitt og svona, þá viltu finna gleðina þannig að það var fókusinn.” „Þú vilt bara spila strax aftur leik eftir svoleiðis frammistöðu. Jólin alveg tóku í að taka þennan leik og svo beint í sóttkví þannig það er bara bjart framundan”, sagði Baldur ennfremur varðandi þetta covid-stopp hjá Tindastóli. Javon Bess endaði með 34 stig og Taiwo Badmus með 30 stig og voru þeir langbestu menn Stólanna í kvöld. „Þetta kom svolítið upp í hendurnar á þeim. Mér fannst Pétur og Sigtryggur gera vel í að hreyfa boltann og við vorum áræðnir en samt svona boltahreyfing og bara gekk vel að brjóta teiginn þeirra þannig það var bara flott að þeir hafi verið að skora.” Thomas Massamba er farinn til síns heima og spilar ekki meira með Tindastóli. Baldur segir að þeir hafi einfaldlega verið að skipta honum út fyrir annan leikmann. En liðið hefur nú þegar samið við króatann Zoran Vrkic sem er 203 cm á hæð og reynslumikill enda orðinn 34 ára gamall. „Við erum búnir að bæta við okkur stærri manni og áfram með lífið”. “Zoran er kominn með leikheimild og verður með í næsta leik. Hann kemur með reynslu inn í þetta, er fæddur 87 og búinn að spila í efstu deild á Spáni, efstu deild í Grikklandi og bara búinn að spila á mörgum stöðum og kann leikinn. Hann er svona ‘stretch fjarki’ þannig hann á að geta opnað gólfið okkar og svo náttúrulega bara stór líkami sem hjálpar líka í þessari deild.” Næsti leikur er strax á föstudaginn við Val en þeim leik var einnig frestað um daginn. Baldur er spenntur fyrir næstu leikjum. „Við þurfum leiki og þótt við hikstum eitthvað eftir að hafa verið í þessum covid veikindum og allt að þá þurfum við að spila og koma okkur í gegnum hindrunina og halda áfram og bara allt Sauðarkrókssamfélagið þarf bara að halda haus, þannig er það bara. Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. 10. janúar 2022 22:23 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
„Ánægður með að sigra leikinn. Við vorum í vandræðum með að stoppa þá allan tímann og þeir voru áræðnir að sækja á okkur en við vorum áræðnir á móti og erum að sækja mikið á körfuna og skjótum 34 vítum í leiknum sem þýðir að liðið hafi verið áræðið.” Tindastóll hafði fyrir leikinn í dag ekki spilað leik í 25 daga en þá tapaði liðið heima fyrir Þór Þorlákshöfn með 43 stigum. Hvernig var leikplanið í dag eftir svona langt stopp? „Það var aðallega að hafa gaman að því að spila körfu, af því að þegar þú lendir í þessu stoppi og búið að vera erfitt og svona, þá viltu finna gleðina þannig að það var fókusinn.” „Þú vilt bara spila strax aftur leik eftir svoleiðis frammistöðu. Jólin alveg tóku í að taka þennan leik og svo beint í sóttkví þannig það er bara bjart framundan”, sagði Baldur ennfremur varðandi þetta covid-stopp hjá Tindastóli. Javon Bess endaði með 34 stig og Taiwo Badmus með 30 stig og voru þeir langbestu menn Stólanna í kvöld. „Þetta kom svolítið upp í hendurnar á þeim. Mér fannst Pétur og Sigtryggur gera vel í að hreyfa boltann og við vorum áræðnir en samt svona boltahreyfing og bara gekk vel að brjóta teiginn þeirra þannig það var bara flott að þeir hafi verið að skora.” Thomas Massamba er farinn til síns heima og spilar ekki meira með Tindastóli. Baldur segir að þeir hafi einfaldlega verið að skipta honum út fyrir annan leikmann. En liðið hefur nú þegar samið við króatann Zoran Vrkic sem er 203 cm á hæð og reynslumikill enda orðinn 34 ára gamall. „Við erum búnir að bæta við okkur stærri manni og áfram með lífið”. “Zoran er kominn með leikheimild og verður með í næsta leik. Hann kemur með reynslu inn í þetta, er fæddur 87 og búinn að spila í efstu deild á Spáni, efstu deild í Grikklandi og bara búinn að spila á mörgum stöðum og kann leikinn. Hann er svona ‘stretch fjarki’ þannig hann á að geta opnað gólfið okkar og svo náttúrulega bara stór líkami sem hjálpar líka í þessari deild.” Næsti leikur er strax á föstudaginn við Val en þeim leik var einnig frestað um daginn. Baldur er spenntur fyrir næstu leikjum. „Við þurfum leiki og þótt við hikstum eitthvað eftir að hafa verið í þessum covid veikindum og allt að þá þurfum við að spila og koma okkur í gegnum hindrunina og halda áfram og bara allt Sauðarkrókssamfélagið þarf bara að halda haus, þannig er það bara.
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. 10. janúar 2022 22:23 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. 10. janúar 2022 22:23