Sóla ætlar sér að skína á heimsleikunum í CrossFit í haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 08:31 Sólveig Sigurðardóttir átti flott ár í fyrra en ætlar sér enn stærri hluti á árinu 2022. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir stimplaði sig inn í CrossFit íþróttinni á síðasta ári og ætlar sér nú að koma sér í hópi íslensku afrekskvennanna sem halda nafni Íslands á lofi á heimsleikunum í CrossFit. Sólveig vann meðal annars glæsilegan sigur á Madrid CrossFit Championship mótinu í október og þótt hún hafi ekki náð að tryggja sig inn á heimsleikana 2021 þá var hún komin í úrvalshóp íslenskra CrossFit kvenna. Sólveig er á fullu í kírópraktor námi en ætlar ekki að hætta núna þegar framtíðin er björt inn á CrossFit gófinu. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig eða Sóla eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum hefur opinberað markmið sín í upphafi nýs árs. „Ég hef verið að hugsa um það í nokkurn tíma að skrifa niður markmiðin mín svo þið öll getið séð þau. Þetta hjálpar mér að halda mér við efnið og um leið fáið þið tækifæri til að taka þátt í þessu ferðalagi með mér. Fylgjast með öllum mínum hreyfingum,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir á Instagram síðu sína. „Ég ætla mér að keppa um þátttökurétt á heimsleikunum í ár. Ég ætla ekki bara að taka þátt í undanúrslitunum í ár því ég ætla mér efsta sætið. Ég veit að ég á möguleika á toppsætinu ef ég held rétt á spilunum,“ skrifaði Sólveig. „Það er mikið að gera hjá mér. Ég er að læra að verða kírópraktor og það nám er krefjandi. Ég elska streðið og er klár í þessa áskorun. Það er mikilvægt fyrir mig að sýna ykkur að ég geti báða hluti vel. Þú getur bæði ferið í frábæru formi og verið í skóla eða að reka fyrirtæki eða að vinna. Eða hvað sem þú ert að gera. Ef þú skipuleggur tímann vel þá er það hægt. Verið alltaf hungruð í árangur vinir mínir,“ skrifaði Sólveig eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Sólveig vann meðal annars glæsilegan sigur á Madrid CrossFit Championship mótinu í október og þótt hún hafi ekki náð að tryggja sig inn á heimsleikana 2021 þá var hún komin í úrvalshóp íslenskra CrossFit kvenna. Sólveig er á fullu í kírópraktor námi en ætlar ekki að hætta núna þegar framtíðin er björt inn á CrossFit gófinu. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig eða Sóla eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum hefur opinberað markmið sín í upphafi nýs árs. „Ég hef verið að hugsa um það í nokkurn tíma að skrifa niður markmiðin mín svo þið öll getið séð þau. Þetta hjálpar mér að halda mér við efnið og um leið fáið þið tækifæri til að taka þátt í þessu ferðalagi með mér. Fylgjast með öllum mínum hreyfingum,“ skrifaði Sólveig Sigurðardóttir á Instagram síðu sína. „Ég ætla mér að keppa um þátttökurétt á heimsleikunum í ár. Ég ætla ekki bara að taka þátt í undanúrslitunum í ár því ég ætla mér efsta sætið. Ég veit að ég á möguleika á toppsætinu ef ég held rétt á spilunum,“ skrifaði Sólveig. „Það er mikið að gera hjá mér. Ég er að læra að verða kírópraktor og það nám er krefjandi. Ég elska streðið og er klár í þessa áskorun. Það er mikilvægt fyrir mig að sýna ykkur að ég geti báða hluti vel. Þú getur bæði ferið í frábæru formi og verið í skóla eða að reka fyrirtæki eða að vinna. Eða hvað sem þú ert að gera. Ef þú skipuleggur tímann vel þá er það hægt. Verið alltaf hungruð í árangur vinir mínir,“ skrifaði Sólveig eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir)
CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira