„Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 12:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10
Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48