Svínshjartað marki tímamót en mögulega tímabundin lausn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 21:00 Svínshjarta var í fyrsta sinn í sögunni grætt í manneskju. Hjartaskurðlæknir segir aðgerðina marka tímamót í læknavísinunum en setur ákveðna varnagla við ígræðsluna sem gæti verið tímabundin lausn. Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“ Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“
Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14