Svínshjartað marki tímamót en mögulega tímabundin lausn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 21:00 Svínshjarta var í fyrsta sinn í sögunni grætt í manneskju. Hjartaskurðlæknir segir aðgerðina marka tímamót í læknavísinunum en setur ákveðna varnagla við ígræðsluna sem gæti verið tímabundin lausn. Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“ Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“
Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14