Stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 23:01 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann fær ekkert að spila með liði sínu Millwall og missti í kjölfarið sæti sitt í íslenska landsliðinu. Jón Daði var valinn fyrir komandi verkefni landsliðsins í Tyrklandi og fór yfir stöðu mála á samfélagsmiðlum sambandsins í dag. Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira