Newcastle nær í framherja frá keppinauti sínum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 23:30 Chris Wood og Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni gegn Burnley. Chris Lee/Getty Images Það stefnir í að Chris Wood og Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki samherjar hjá Burnley mikið lengur. Framherjinn frá Nýja-Sjálandi er svo gott sem búinn að skrifa undir hjá nýríku Newcastle United. Eitt ríkasta íþróttafélag heims, Newcastle United, er í óðaönn að reyna festa kaup á leikmönnum til að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki veitir af en liðið datt út úr enska FA-bikarnum gegn Cambridge United um liðna helgi. Wood mun aðeins kosta Newcastle litlar 20 milljónir sterlingspunda þar sem hann er með klásúlu í samningi sínum hjá Burnley sem gerir honum kleift að fara fyrir til annars félags fyrir þá upphæð. Framherjinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör. Newcastle will pay full release clause to Burnley for Chris Wood. Fee around £20m, personal terms already agreed. Deal to be announced this week. #NUFCNewcastle could also sign another striker this winter if they find a good opportunity/talent.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Newcastle fékk hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Atlético Madríd nýverið en virðist ekki þurfa að leita jafn langt til að bæta í framlínu liðsins. Hinn þrítugi Wood er þekkt stærð í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hrellt miðverði deildarinnar frá árinu 2017 en hann hefur leikið á Englandi síðan árið 2009. Þá gekk hann í raðir West Bromwich Albion. Þaðan var hann lánaður til Barnsley, Birmingham City, Bristol City, Millwall og Leicester City sem síðan keyptu hann. Þaðan fór hann á láni til Ipswich Town áður en Leeds United keypti hann árið 2015. Nú virðist sem þessi mikli markahrókur sé á leið til Newcastle og á hann að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 19 leikjum. Burnley er sæti ofar - og einnig í fallsæti - með jafn mörg stig en tvo leiki til góða. Aðeins eru þó tvö stig í Watford sem situr tveimur stigum fyrir ofan fallsætið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Eitt ríkasta íþróttafélag heims, Newcastle United, er í óðaönn að reyna festa kaup á leikmönnum til að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki veitir af en liðið datt út úr enska FA-bikarnum gegn Cambridge United um liðna helgi. Wood mun aðeins kosta Newcastle litlar 20 milljónir sterlingspunda þar sem hann er með klásúlu í samningi sínum hjá Burnley sem gerir honum kleift að fara fyrir til annars félags fyrir þá upphæð. Framherjinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör. Newcastle will pay full release clause to Burnley for Chris Wood. Fee around £20m, personal terms already agreed. Deal to be announced this week. #NUFCNewcastle could also sign another striker this winter if they find a good opportunity/talent.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Newcastle fékk hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Atlético Madríd nýverið en virðist ekki þurfa að leita jafn langt til að bæta í framlínu liðsins. Hinn þrítugi Wood er þekkt stærð í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hrellt miðverði deildarinnar frá árinu 2017 en hann hefur leikið á Englandi síðan árið 2009. Þá gekk hann í raðir West Bromwich Albion. Þaðan var hann lánaður til Barnsley, Birmingham City, Bristol City, Millwall og Leicester City sem síðan keyptu hann. Þaðan fór hann á láni til Ipswich Town áður en Leeds United keypti hann árið 2015. Nú virðist sem þessi mikli markahrókur sé á leið til Newcastle og á hann að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 19 leikjum. Burnley er sæti ofar - og einnig í fallsæti - með jafn mörg stig en tvo leiki til góða. Aðeins eru þó tvö stig í Watford sem situr tveimur stigum fyrir ofan fallsætið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira