Í fyrri hálfleik hné Ousmane Coulibaly, leikmaður Al-Wakrah, niður. James var fyrstur á vettvang og var fljótur að bregðast við. Hann færði höfuð Coulibalys til svo hann gæti andað áður en sjúkralið mætti á staðinn.
Viðbrögð James skiptu sköpum en ástand Coulibalys var stöðugt þegar hann var fluttur á spítala.
JAMES RODRÍGUEZ IS A HERO!
— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 12, 2022
The Colombian player was vital in saving the life of Ousmane Coulbaly, who suffered a cardiac arrest during a game!
James helped by adjusting his rival s head so that he could breathe properly, according to doctors. pic.twitter.com/qoI0cfwWeC
Leik var hætt eftir að Coulibaly hné niður. Staðan var þá 1-0, Al-Rayyan í vil. Þráðurinn var tekinn upp á ný á mánudaginn og leikurinn kláraður. Al-Rayyan bætti tveimur mörkum við og vann því 3-0 sigur. James skoraði tvö mörk í leiknum.
Kólumbíumaðurinn kom til Al-Rayyan eftir eitt tímabil í herbúðum Everton. Þar áður lék hann með Real Madrid og Bayern München.