„Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 11:01 Aron Pálmarsson er mættur á sitt tólfta stórmót með landsliðinu. vísir/vilhelm Öll ábyrgðin í sóknarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta má ekki vera á herðum Arons Pálmarssonar. Þetta segja Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson. Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira
Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira