Helgi Seljan frá RÚV á Stundina: „Veitir mér leyfi til að svara fyrir mig“ Eiður Þór Árnason og Jakob Bjarnar skrifa 13. janúar 2022 13:15 Helgi Seljan er ekki horfinn úr blaðamennskunni. Vísir/Vilhelm Fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur sagt upp störfum hjá RÚV. Helgi, sem hefur starfað á miðlinum frá árinu 2006, hefur verið í leyfi frá störfum og hyggst ekki snúa aftur. Hann tekur við sem rannsóknarritstjóri Stundarinnar þann 15. febrúar. Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“ Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Kjarninn greinir frá uppsögninni og vísar í færslu sem Helgi birti inn á lokuðu vefsvæði starfsmanna RÚV. Þar segir hann ákvörðunina hvorki hafa verið tekna í skyndi né af neinni vonsku. „Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tíminn til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að atburðarrás undanfarinna missera hafi ekki haft nein áhrif á að ég yfirleitt fór að velta þessum möguleika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vitandi það að öll höfum við lært og munum draga lærdóm af því sem gengið hefur á,“ segir Helgi í skilaboðum sínum til samstarfsmanna á RÚV. Þar vísar hann til atburða sem gerðust í tengslum við umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Kjarninn hefur til að mynda greint frá því að starfsmaður Samherja hafi elt og áreitt Helga mánuðum saman og svokölluð „Skæruliðadeild Samherja“ skipulega reynt að grafa undan trúverðugleika fréttamannsins. Einnig kærði Samherji Helga til siðanefndar RÚV vegna ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Jón Trausti hættir sem ritstjóri Fram kemur á vef Stundarinnar að Helgi muni vinna umfjallanir fyrir miðla Stundarinnar ásamt því að gegna hlutverki rannsóknarritstjóra. Um er að ræða nýja stöðu sem þekkist á erlendum fjölmiðlum. Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun í janúar 2015 hefur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gegnt stöðu ritstjóra ásamt Jóni Trausta. Hún verður framvegis ein aðalritstjóri. Helgi hefur lengi verið einn þekktasti fréttamaður landsins og meðal annars hlotið blaðamannaverðlaun og fjölda tilnefninga fyrir vinnu sína í Kastljósi og fréttaskýringaþættinum Kveik. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum. Getur loks svarað fyrir sig með góðri samvisku Vísir ræddi stuttlega við Helga í tilefni af þessum vistaskiptum. Hann var fyrst spurður um þennan titil, rannsóknarritstjóri, sem ekki hefur sést fyrr á Íslandi? „Þessi titill er vel þekktur erlendis frá og er fyrst og fremst til marks um að mér sé falið að halda utan um og vinna í samvinnu við aðra stærri verkefni og tímafrekari. Svolítið eins og ég hef verið að gera,“ segir Helgi. Helgi Seljan segist ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef einhver er að velta því fyrir sér.vísir/vilhelm Hann vill ekki fara mörgum orðum um hver verði hans fyrstu viðfangsefni á Stundinni. „Ég er ekki hættur að fjalla um Samherjamálið, ef það er það sem þú ert að fiska eftir, kvótalaus. Þar fyrir utan lít ég svo á að málfrelsi mitt sé nú orðið á pari við aðra þegna þessa samfélags, sem aftur veitir mér leyfi til að svara fyrir mig.“ Helgi vísar þar til hinna umdeildu siðareglna Ríkisútvarpsins sem fjallað var mjög um á sínum tíma en hann var fundinn sekur um brot við þeim af tilfallandi siðanefnd RÚV. Hann lítur ekki svo á, þó hann sé nú að hverfa af skjánum og í prentið að þar með sé hann kominn á byrjunarreit. „Nei alls ekki. Þar byrjaði ég vissulega og fann mig vel. En það eru tuttugu ár síðan og á þeim tíma hefur bylting orðið í miðlun upplýsinga, sem til dæmis bindur ekki hendur miðla til að koma frá sér efni á einn hátt frekar en annan.“
Ríkisútvarpið Vistaskipti Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira