Óvissan er gríðarleg: „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2022 17:02 Jakob og Guðmundur Guðjónsson, veitingamenn á Matkránni. Aðsend Veitingamenn eru í mikilli óvissu varðandi hertar aðgerðir sem talið er líklegt að kynntar verða á morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en hann hefur talað um að hertra aðgerða sé þörf. „Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
„Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira