Gert að greiða skatt af 27 milljóna króna sölu á Bitcoin Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2022 12:58 Maðurinn hélt því fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Getty Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um að felld verði úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra að færa 27 milljóna króna sölu hans á Bitcoin til skattskyldra tekna. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira