Kallar eftir aldurskvóta á listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 19:30 Sverrir Norland, rithöfundur og listamannalaunaþegi. Skjáskot/Stöð 2 Rithöfundur telur að koma ætti á einhvers konar aldurskvóta við úthlutun listamannalauna. Hann óttast að ungir og efnilegir listamenn leiti á önnur mið, verði kerfið ekki endurskoðað. Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir. Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir.
Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03