Tveggja ára stríðsrekstur Kristrún Frostadóttir skrifar 15. janúar 2022 11:01 Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samfylkingin Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun