Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 20:19 Brynjólfur J. Baldursson, annar eigenda Gróðurhússins, segir sóttvarnareglur nokkuð ruglingslegar eftir að nýjar reglur tóku gildi á miðnætti en þakkar þó fyrir að lögregla hafi komið og bent á hvað mætti betur fara. Vísir Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira