Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 11:36 Andrés var á dögunum sviptur öllum titlum og nú er kallað eftir því að hann missi einnig hertogatignina. epa Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38
Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57
Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10