Skýrsla Henrys: Harðlífi gegn Hollendingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2022 23:02 Janus Daði var ískaldur á bekknum en kom sjóðheitur inn og bjargaði málunum. Frábær frammistaða. vísir/epa Leikur Íslands og Hollands reyndi á taugar landans og eflaust eru margir með minna hár eftr leikinn en þeir voru með fyrir hann. Spennutryllir en allt fór vel að lokum. Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira
Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira