Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 08:36 Hér á myndinni má sjá öskuskýið sem stígur upp frá eldfjallinu. Rauði bletturinn á myndinni er Ástralía. AP/NICT Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna. Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna.
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54