Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 14:00 Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu gegn Hollandi. vísir/vilhelm Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla.
Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira