Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 14:00 Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að faraldur inflúensu samhliða faraldri kórónuveiru muni þyngja róðurinn hjá heilbrigðisstofnunum í Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12
Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30