Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 14:49 Angela er sögð hafa verið að bjarga hundunum sínum þegar flóðbylgjan skall á. Angela rak dýrahjálparsamtök sem reyndu að finna flækingshundum heimili. South Pacific Animal Welfare Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. Stór flóðbylgja skall á Tonga á laugardagsmorgun sem fór af stað eftir að neðansjávareldgos hófst skammt frá eyjunum. Mikilvægir innviðir skemmdust í flóðbylgjunni, internet- og símasamband hefur víða fallið niður en ekki var talið að nokkur hefði farist í bylgjunni. Nick Eleini hefur þó tilkynnt að systir hans, Angela Glover, hafi farist í bylgjunni við að reyna að bjarga hundunum sínum. Samkvæmt hans bestu vitund var það eiginmaður Angelu, James, sem fann lík hennar. „Angela og James elskuðu líf sitt á Tonga og elskuðu fólkið á Tonga,“ sagði Eleini í samtali við fréttamenn fyrir utan heimili móður þeirra í Hove á Bretlandi. Eins og áður segir er andlát Angelu það fyrsta sem hefur verið staðfest í tengslum við neðansjávareldgosið sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag, um 65 kílómetra norður af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga þar sem Glover hjónin bjuggu. Samskipti við eyríkið rofnuðu þegar flóðbylgjan skall á og því enn óvitað hve mikil eyðilegging varð. Angela, sem var fimmtug, fluttist til Tonga þegar hún giftist eiginmanni sínum. James rekur þar húðflúrstofuna Happy Sailor en Angela rak dýrahjálparsamtökin Tongan Animal Welfare Society. Að sögn bróður hennar tóku samtökin að sér flækingshunda, reyndu að koma þeim í betra horf og finna þeim heimili. Tonga Bretland Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Stór flóðbylgja skall á Tonga á laugardagsmorgun sem fór af stað eftir að neðansjávareldgos hófst skammt frá eyjunum. Mikilvægir innviðir skemmdust í flóðbylgjunni, internet- og símasamband hefur víða fallið niður en ekki var talið að nokkur hefði farist í bylgjunni. Nick Eleini hefur þó tilkynnt að systir hans, Angela Glover, hafi farist í bylgjunni við að reyna að bjarga hundunum sínum. Samkvæmt hans bestu vitund var það eiginmaður Angelu, James, sem fann lík hennar. „Angela og James elskuðu líf sitt á Tonga og elskuðu fólkið á Tonga,“ sagði Eleini í samtali við fréttamenn fyrir utan heimili móður þeirra í Hove á Bretlandi. Eins og áður segir er andlát Angelu það fyrsta sem hefur verið staðfest í tengslum við neðansjávareldgosið sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag, um 65 kílómetra norður af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga þar sem Glover hjónin bjuggu. Samskipti við eyríkið rofnuðu þegar flóðbylgjan skall á og því enn óvitað hve mikil eyðilegging varð. Angela, sem var fimmtug, fluttist til Tonga þegar hún giftist eiginmanni sínum. James rekur þar húðflúrstofuna Happy Sailor en Angela rak dýrahjálparsamtökin Tongan Animal Welfare Society. Að sögn bróður hennar tóku samtökin að sér flækingshunda, reyndu að koma þeim í betra horf og finna þeim heimili.
Tonga Bretland Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54