Beðið eftir fregnum frá Tonga Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:02 Sprengigosið var gríðarlega öflugt og hafa áhrif þess fundist víða um heim. AP/NICT Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23