LeBron þögull eftir ummæli Magic: „Stuðningsfólk Lakers á betra skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 18:02 LeBron James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leik Los Angeles Lakers og Denver Nuggets í gær. Justin Ford/Getty Images LeBron James er andlit Los Angeles Lakers í dag. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar svara þarf fyrir slæmt gengi eða hvað sem gæti bjátað á. Eftir stórtap gegn Denver Nuggets ákvað LeBron hins vegar að tjá sig ekki við fjölmiðla. Lakers beið afhroð gegn Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í gær, lokatölur 133-96. Var þetta næststærsta tap LeBron í treyju Lakers. Hið fyrra sannfærði hann og forráðamenn félagsins að það þyrfti að taka til í leikmannahóp félagsins og sækja þyrfti nýja ofurstjörnu. Sumarið eftir var Anthony Davis sóttur. Magic Johnson said Lakers fans "deserved better" after their 133-96 beatdown at the hands of the Nuggets.LeBron James elected not to talk to the media after the game. What does it mean for a Lakers team that is running out of excuses? @billoramhttps://t.co/Gqqvoc8cnY— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 16, 2022 Mögulega nennti LeBron James ekki að ræða við fjölmiðla eftir enn eitt tapið sem þýðir að Lakers hefur nú tapað fleiri leikjum en það hefur unnið á leiktíðinni. Mögulega nennti hann ekki að ræða við fjölmiðla þar sem Magic Johnson, fyrrum stórstjarna liðsins og framkvæmdastjóri fyrir ekki svo löngu, tísti á meðan leik stóð. Hann sagði stuðningsfólk liðsins – og eiganda þess, Jeanie Buss – eiga betra skilið. Að liðinu skorti allan ákafa og vilja. After being blown out by the Nuggets 133-96, we as @Lakers fans can accept being outplayed but we deserve more than a lack of effort and no sense of urgency. Owner @JeanieBuss, you deserve better.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) January 16, 2022 Russell Westbrook ræddi við fjölmiðla og var spurður út í umrætt tíst. „Magic má hafa sína skoðun en hann er ekki hér alla daga. Hann er ekki í kringum hópinn. Hann veit ekki hvað gengur á og hann er ekki hér með okkur að reyna snúa genginu við.“ Lakers hafa verið án Anthony Davis undanfarið en það er engin afsökun fyrir skelfilegum frammistöðum leik eftir leik. Denver hefur til að mynda unnið 22 leiki og tapað 19 þrátt fyrir að Jamal Murray og Michael Porter Jr. hafi verið á meiðslalistanum frá upphafi tímabils. Færa má rök fyrir því að þar sé um að ræða tvo af þremur bestu leikmönnum liðsins. 17 PTS | 13 AST | 12 REB And he didn't play the fourth quarter. #NikolaJokic #NBAAllStar pic.twitter.com/n8UBu7wr9d— Denver Nuggets (@nuggets) January 16, 2022 Sá þriðji er svo að sjálfsögðu Nikola Jokić en sá átti stórleik er Denver kjöldró Lakers. Hinn 26 ára Jokić er 11 árum yngri en LeBron sem hefur spilað betur en flestir í vetur. Mögulega var LeBron einfaldlega of þreyttur eftir enn leikinn þar sem hann virtist einn á móti rest til að ræða við fjölmiðla. Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Lakers beið afhroð gegn Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í gær, lokatölur 133-96. Var þetta næststærsta tap LeBron í treyju Lakers. Hið fyrra sannfærði hann og forráðamenn félagsins að það þyrfti að taka til í leikmannahóp félagsins og sækja þyrfti nýja ofurstjörnu. Sumarið eftir var Anthony Davis sóttur. Magic Johnson said Lakers fans "deserved better" after their 133-96 beatdown at the hands of the Nuggets.LeBron James elected not to talk to the media after the game. What does it mean for a Lakers team that is running out of excuses? @billoramhttps://t.co/Gqqvoc8cnY— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 16, 2022 Mögulega nennti LeBron James ekki að ræða við fjölmiðla eftir enn eitt tapið sem þýðir að Lakers hefur nú tapað fleiri leikjum en það hefur unnið á leiktíðinni. Mögulega nennti hann ekki að ræða við fjölmiðla þar sem Magic Johnson, fyrrum stórstjarna liðsins og framkvæmdastjóri fyrir ekki svo löngu, tísti á meðan leik stóð. Hann sagði stuðningsfólk liðsins – og eiganda þess, Jeanie Buss – eiga betra skilið. Að liðinu skorti allan ákafa og vilja. After being blown out by the Nuggets 133-96, we as @Lakers fans can accept being outplayed but we deserve more than a lack of effort and no sense of urgency. Owner @JeanieBuss, you deserve better.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) January 16, 2022 Russell Westbrook ræddi við fjölmiðla og var spurður út í umrætt tíst. „Magic má hafa sína skoðun en hann er ekki hér alla daga. Hann er ekki í kringum hópinn. Hann veit ekki hvað gengur á og hann er ekki hér með okkur að reyna snúa genginu við.“ Lakers hafa verið án Anthony Davis undanfarið en það er engin afsökun fyrir skelfilegum frammistöðum leik eftir leik. Denver hefur til að mynda unnið 22 leiki og tapað 19 þrátt fyrir að Jamal Murray og Michael Porter Jr. hafi verið á meiðslalistanum frá upphafi tímabils. Færa má rök fyrir því að þar sé um að ræða tvo af þremur bestu leikmönnum liðsins. 17 PTS | 13 AST | 12 REB And he didn't play the fourth quarter. #NikolaJokic #NBAAllStar pic.twitter.com/n8UBu7wr9d— Denver Nuggets (@nuggets) January 16, 2022 Sá þriðji er svo að sjálfsögðu Nikola Jokić en sá átti stórleik er Denver kjöldró Lakers. Hinn 26 ára Jokić er 11 árum yngri en LeBron sem hefur spilað betur en flestir í vetur. Mögulega var LeBron einfaldlega of þreyttur eftir enn leikinn þar sem hann virtist einn á móti rest til að ræða við fjölmiðla.
Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti