Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 21:50 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Vísir/vilhelm Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf. Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira