Börn upp undir helmingur smitaðra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira