Handbolti

Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska landsliðið í handbolta á erfitt verkefni fyrir hönfum í milliriðli Evrópumótsins.
Íslenska landsliðið í handbolta á erfitt verkefni fyrir hönfum í milliriðli Evrópumótsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar.

Danir eru af mörgum taldir sigurstranglegasta þjóðin á EM í ár og því eru strákarnir okkar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Eftir leik kvöldsins hefði verið gott að fá nokkra daga í pásu til að ná sér niður, en sú er ekki raunin því leikur Íslands gegn Danmörku fer fram á fimmtudaginn.

Næsti leikur íslenska liðsins er ekki mikið auðveldari, en þá eru það Ólympíumeistarar Frakka sem bíða strákana okkar. Franska liðið fór taplaust í gegnum C-riðil þar sem þeir mættu Króötum, Serbum og Úkraínumönnum, en leikur Íslands og Frakklands fer fram á laugardaginn.

Þriðji leikur Íslands er svo gegn Króatíu á mánudaginn og fjórði og seinasti leikur milliriðilsins er gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn eftir viku.

Efstu tvö lið milliriðilsins tryggja sér sæti í undanúrslitum, en þriðja sætið gefur þátttökurétt í leik um fimmta sætið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×