Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2022 21:56 Nígeríumenn hafa þurft að farga milljónum skammta af bóluefninu gegn Covid-19, sem runnið hafa út áður en tekist hefur að nota þá. AP Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. Frá því að bóluefni gegn Covid-19 urðu fyrst aðgengileg í ársbyrjun 2021 hafa alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld hamrað á því að faraldinum ljúki ekki fyrr honum ljúki alls staðar. Bólusetningar fóru af stað í hinum vestræna heimi í byrjun síðasta árs og nú, ári síðar, eru margar þjóðir tví-, þrí og jafnvel fjórbólusettar gegn veirunni og mörgum hennar afbrigðum. En hvað með hin löndin, löndin sem eru lægst í goggunarröðinni. Löndin sem ekki fengu jafnan aðgang að bóluefnum lyfjarisanna? Farið var yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Bóluefnaójöfnuður banar fólki og störfum og hefur grafið undan alþjóðlegum efnahagsbata. Alpha, beta, delta, gamma og ómíkron endurspegla þetta að hluta vegna þess að með lágri bóluefnatíðni höfum við skapað fullkomnar aðstæður fyrir þróun nýrra afbrigða veirunnar,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á dögunum. Farga milljónum skammta sem renna út fyrir notkun Í dag hafa um 59 prósent heimsbúa fengið minnst einn skammt bóluefnisins gegn Covid-19 en aðeins rétt rúm níu prósent íbúa í lágtekjuríkjum. Skýr skil eru milli heimsálfanna, 66 prósent Evrópumanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefninu, 69 prósent íbúa í Norður-Ameríku en aðeins 15 prósent Afríkubúa. Það má að miklu leyti rekja til þess að þeir bóluefnaskammtar sem vestræn ríki hafa sent Afríkuríkjum, til að mynda Nígeríu, í gegn um bóluefnaátakið Covax, hafa runnið út áður en þau hafa náð að nýta bóluefnaskammtana. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hefur verið gagnrýninn á ríkari þjóðir vegna bóluefnaójöfnuðar.AP/Salvatore Di Nolfi Síðast í desember neyddust heilbrigðisyfirvöld í Nígeríu til að farga meira en milljón skömmtum af bóluefni AstraZeneca, en það hafði borist til landsins aðeins mánuði áður en það rann út. „Við höfðum ekkert annað val en að þiggja þessa bóluefnaskammta, með stutt geymsluþol vegna þess að við viljum vernda íbúa okkar gegn Covid-19. Meira að segja þegar við tókum við bóluefnunum vorum við meðvituð um það að það væru hindranir í vegi okkar, sem við þyrftum að takast á við til þess að koma þessum bóluefnum í handleggi Nígeríumanna. Til dæmis voru mörg þessara efna aðeins með um fjögurra vikna geymsluþol,“ sagði Faisal Shuaib, yfirmaður Heilbrigðisþróunarstofnunar Nígeríu, í desember þegar farga þurfti bóluefninu. Höfðu selt nær alla bóluefnaskamma áður en bólusetningar hófust En hvers vegna er staðan þessi? Hver vegna hafa allar ríkustu þjóðir heims náð að bólusetja meirihluta íbúa sinna á einu ári, jafnvel tví- og þríbólusetja en fátækari ríki varla hafið bólusetningar? Strax árið 2020, þegar kórónuveiran fór að dreifast um heiminn, gerðu ríkustu þjóðir heims tvíhliða samninga við stærstu lyfjarisana um þróun á bóluefni gegn veirunni. Bandaríkin gerðu í maí 2020 samning við AstraZeneca um að þau myndu fjármagna þróun og framleiðslu boluefnisins um 1,2 milljarð bandaríkjadala og fékk þess í stað loforð um 300 milljónir skammta tækist vel til í þróun bóluefnisins. Bandaríkin voru ekki ein um að gera svona tvíhliða samninga, Bretland, Japan, Kanada og fleiri ríki gerðu viðlíka samninga við bóluefnaframleiðendur. Það varð til þess að í ársbyrjun 2021 hafði Pfizer þegar selt um 96 prósent alls þess bóluefnis sem lyfjafyrirtækið stefndi á að framleiða það ár og Moderna hafði selt 100 prósent þeirra skammta sem það stefndi á að framleiða. Þannig að í janúar 2021 höfðu nokkur ríki, sem 16 prósent heimsbúa tilheyra, tryggt sér um helming þeirra bóluefnaskammta sem stefnt var á að framleiða það ár. „Það eru allir mjög meðvitaðir um afleiðingar þess að ná ekki að bólusetja. Tilkoma nýrra afbrigða og nýrra áskorana. Því fyrr sem við náum jafnri dreifingu því fyrr komumst við út úr þessum faraldri,“ sagði Bruce Aylward, ráðgjafi yfirmanns Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, nýlega. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Frá því að bóluefni gegn Covid-19 urðu fyrst aðgengileg í ársbyrjun 2021 hafa alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld hamrað á því að faraldinum ljúki ekki fyrr honum ljúki alls staðar. Bólusetningar fóru af stað í hinum vestræna heimi í byrjun síðasta árs og nú, ári síðar, eru margar þjóðir tví-, þrí og jafnvel fjórbólusettar gegn veirunni og mörgum hennar afbrigðum. En hvað með hin löndin, löndin sem eru lægst í goggunarröðinni. Löndin sem ekki fengu jafnan aðgang að bóluefnum lyfjarisanna? Farið var yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Bóluefnaójöfnuður banar fólki og störfum og hefur grafið undan alþjóðlegum efnahagsbata. Alpha, beta, delta, gamma og ómíkron endurspegla þetta að hluta vegna þess að með lágri bóluefnatíðni höfum við skapað fullkomnar aðstæður fyrir þróun nýrra afbrigða veirunnar,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á dögunum. Farga milljónum skammta sem renna út fyrir notkun Í dag hafa um 59 prósent heimsbúa fengið minnst einn skammt bóluefnisins gegn Covid-19 en aðeins rétt rúm níu prósent íbúa í lágtekjuríkjum. Skýr skil eru milli heimsálfanna, 66 prósent Evrópumanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefninu, 69 prósent íbúa í Norður-Ameríku en aðeins 15 prósent Afríkubúa. Það má að miklu leyti rekja til þess að þeir bóluefnaskammtar sem vestræn ríki hafa sent Afríkuríkjum, til að mynda Nígeríu, í gegn um bóluefnaátakið Covax, hafa runnið út áður en þau hafa náð að nýta bóluefnaskammtana. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hefur verið gagnrýninn á ríkari þjóðir vegna bóluefnaójöfnuðar.AP/Salvatore Di Nolfi Síðast í desember neyddust heilbrigðisyfirvöld í Nígeríu til að farga meira en milljón skömmtum af bóluefni AstraZeneca, en það hafði borist til landsins aðeins mánuði áður en það rann út. „Við höfðum ekkert annað val en að þiggja þessa bóluefnaskammta, með stutt geymsluþol vegna þess að við viljum vernda íbúa okkar gegn Covid-19. Meira að segja þegar við tókum við bóluefnunum vorum við meðvituð um það að það væru hindranir í vegi okkar, sem við þyrftum að takast á við til þess að koma þessum bóluefnum í handleggi Nígeríumanna. Til dæmis voru mörg þessara efna aðeins með um fjögurra vikna geymsluþol,“ sagði Faisal Shuaib, yfirmaður Heilbrigðisþróunarstofnunar Nígeríu, í desember þegar farga þurfti bóluefninu. Höfðu selt nær alla bóluefnaskamma áður en bólusetningar hófust En hvers vegna er staðan þessi? Hver vegna hafa allar ríkustu þjóðir heims náð að bólusetja meirihluta íbúa sinna á einu ári, jafnvel tví- og þríbólusetja en fátækari ríki varla hafið bólusetningar? Strax árið 2020, þegar kórónuveiran fór að dreifast um heiminn, gerðu ríkustu þjóðir heims tvíhliða samninga við stærstu lyfjarisana um þróun á bóluefni gegn veirunni. Bandaríkin gerðu í maí 2020 samning við AstraZeneca um að þau myndu fjármagna þróun og framleiðslu boluefnisins um 1,2 milljarð bandaríkjadala og fékk þess í stað loforð um 300 milljónir skammta tækist vel til í þróun bóluefnisins. Bandaríkin voru ekki ein um að gera svona tvíhliða samninga, Bretland, Japan, Kanada og fleiri ríki gerðu viðlíka samninga við bóluefnaframleiðendur. Það varð til þess að í ársbyrjun 2021 hafði Pfizer þegar selt um 96 prósent alls þess bóluefnis sem lyfjafyrirtækið stefndi á að framleiða það ár og Moderna hafði selt 100 prósent þeirra skammta sem það stefndi á að framleiða. Þannig að í janúar 2021 höfðu nokkur ríki, sem 16 prósent heimsbúa tilheyra, tryggt sér um helming þeirra bóluefnaskammta sem stefnt var á að framleiða það ár. „Það eru allir mjög meðvitaðir um afleiðingar þess að ná ekki að bólusetja. Tilkoma nýrra afbrigða og nýrra áskorana. Því fyrr sem við náum jafnri dreifingu því fyrr komumst við út úr þessum faraldri,“ sagði Bruce Aylward, ráðgjafi yfirmanns Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, nýlega.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent