„Finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 12:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk gegn Ungverjalandi. getty/Sanjin Strukic Arnór Atlason segir augljóst að Guðmundur Guðmundsson hafi aðlagað leik íslenska handboltalandsliðsins að Ómari Inga Magnússyni. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira