Smitaðist viljandi af Covid og kafnaði á nokkrum mínútum Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 14:36 Hanna Horka er hér hægra megin á myndinni. Hana Horka, fræg þjóðlagasöngkona frá Tékklandi, lést á sunnudaginn eftir að hafa vísvitandi smitast af Covid-19. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í Tékklandi í dag. Horka var óbólusett, en eiginmaður hennar og sonur voru bólusettir. Þeir smituðust um jólin en hún ákvað að vera með þeim og smitast sjálf, svo hún gæti fengið mótefnapassa og sótt tiltekna viðburði. Þetta sagði sonur hennar í viðtali við BBC. Í Tékklandi þarf staðfesta bólusetningu eða nýlegt smit til að fá aðgang að margs konar viðburðum eins og kaffihúsum og skemmtistöðum. Tveimur dögum áður en hún dó birti Horka færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera á batavegi. Hún sæi leikhús, sána og tónleika í sinni nánustu framtíð. Jan Rek, sonur hennar, sagði BBC að á sunnudagsmorgun hefði hún verið við góða heilsu. Hún hafi ætlað í göngutúr en hætti við vegna bakverkja. Þá fór hún upp í rúm. Sonur hennar segir hana hafa kafnað á nokkrum mínútum. Hún var 57 ára gömul. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Tékklandi.AP/Petr David Josek Ræða bólusetningarskyldu Ríkisstjórn Tékklands er þessa dagana að ræða hvort koma eigi á bólusetningarskyldu í landinu. Sú skylda myndi ná til fólks í mikilvægum störfum og eldri en 60 ára gömul, samkvæmt frétt Reuters. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í dag en 28.469 greindust smitaðir síðasta sólarhringinn. Búist er við því að faraldurinn nái hámarki í lok mánaðarins og þá muni um fimmtíu þúsund manns greinast daglega. Innlögnum á sjúkrahús hefur þó fækkað undanförnu en á sunnudaginn voru 2.229 á sjúkrahúsi. Í byrjun desember voru þau fleiri en sjö þúsund. Miðað við höfðatölu er Tékkland þó með þeim ríkjum sem hvað flestir hafa dáið vegna Covid-19 en í heildina hafa 36.624 dáið af rúmlega tíu milljón íbúum. Tékkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Horka var óbólusett, en eiginmaður hennar og sonur voru bólusettir. Þeir smituðust um jólin en hún ákvað að vera með þeim og smitast sjálf, svo hún gæti fengið mótefnapassa og sótt tiltekna viðburði. Þetta sagði sonur hennar í viðtali við BBC. Í Tékklandi þarf staðfesta bólusetningu eða nýlegt smit til að fá aðgang að margs konar viðburðum eins og kaffihúsum og skemmtistöðum. Tveimur dögum áður en hún dó birti Horka færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera á batavegi. Hún sæi leikhús, sána og tónleika í sinni nánustu framtíð. Jan Rek, sonur hennar, sagði BBC að á sunnudagsmorgun hefði hún verið við góða heilsu. Hún hafi ætlað í göngutúr en hætti við vegna bakverkja. Þá fór hún upp í rúm. Sonur hennar segir hana hafa kafnað á nokkrum mínútum. Hún var 57 ára gömul. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Tékklandi.AP/Petr David Josek Ræða bólusetningarskyldu Ríkisstjórn Tékklands er þessa dagana að ræða hvort koma eigi á bólusetningarskyldu í landinu. Sú skylda myndi ná til fólks í mikilvægum störfum og eldri en 60 ára gömul, samkvæmt frétt Reuters. Fjöldi nýsmitaðra náði nýjum hæðum í dag en 28.469 greindust smitaðir síðasta sólarhringinn. Búist er við því að faraldurinn nái hámarki í lok mánaðarins og þá muni um fimmtíu þúsund manns greinast daglega. Innlögnum á sjúkrahús hefur þó fækkað undanförnu en á sunnudaginn voru 2.229 á sjúkrahúsi. Í byrjun desember voru þau fleiri en sjö þúsund. Miðað við höfðatölu er Tékkland þó með þeim ríkjum sem hvað flestir hafa dáið vegna Covid-19 en í heildina hafa 36.624 dáið af rúmlega tíu milljón íbúum.
Tékkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira