Við erum börnin okkar Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir skrifar 19. janúar 2022 14:30 Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun