Hin 33 ára gamla Mukansanga kemur frá Rúanda og dæmdi leik Zimbabwe og Gíneu í B-riðli. Varð hún þar með fyrsta konan til að dæma leik í þessari 65 ára gömlu keppni.
Mukansanga er ung að árum þegar kemur að dómgæslu og á framtíðina fyrir sér. Hún dæmdi á HM 2019 og má reikna með henni á fleiri stórmótum í framtíðinni.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Zimbabwe.