Innlent

Reglurnar rýmkaðar: Fólk með veiruna má fara í göngutúr og engin sýnataka í smitgát

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Á annað þúsund manns hafa greinst daglega smitaðir af Covid-19 undanfarna daga. Innlögnum á spítala hefur þó frekar farið fækkandi.
Á annað þúsund manns hafa greinst daglega smitaðir af Covid-19 undanfarna daga. Innlögnum á spítala hefur þó frekar farið fækkandi. Vísir/Vilhelm

Þeir sem þurfa að fara í smitgát, í framhaldi af smitrakningu, þurfa ekki lengur að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar frá og með morgundeginum. Þeir þurfa þó að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Þá getur fólk sem fær kórónuveiruna nú farið út í göngutúr ólíkt því sem áður var.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglugerð þessa efnis. 

Þessar breytingar á reglum um smitgát eru gerðar í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra kemur fram að af tæplega 16.500 einstaklingum sem sættu smitgát á fyrstu 16 dögum þessa árs greindist aðeins um 1% með Covid-smit í kjölfar prófs. Stór hluti þeirra var börn. 

Þeir sem eru í smitgát mega sækja vinnu og skóla og sinna nauðsynlegum erindum.

Þá má mega einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 nú fara í göngutúra ólíkt því sem áður var. Þeir þurfa að halda sig í að minnsta kosti 2 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum og mega ekki fara á fjölsótt svæði. Miðað er við tvær gönguferðir á dag sem mega vera að 30 mínútur í senn. 


Tengdar fréttir

Börn upp undir helmingur smitaðra

Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×