Snöggálagsþjálfun þar sem unnið er í kröftugum lotum í 45 sekúndur, hvílt í 15 sekúndur og 10 ólíkar æfingar gerðar. Tími sem þjálfar styrk og þol og myndar góðan eftirbruna.
Einu áhöldin sem þú þarft er dýna. Líkt og alltaf er æfingin í kringum fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert æfinguna oftar en einu sinni.
Í þáttunum Hreyfum okkur saman fer Anna Eiríks yfir einfaldar æfingar sem hægt er að gera heimavið. Þættirnir koma út á mánudögum og fimmtudögum á Vísi og Stöð 2+.
Í síðasta þætti sýndi Anna æðislega styrkjandi jógaæfingu sem tilvalið er að taka reglulega. Þá æfingu er hægt að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.