Ralf sáttur með De Gea og segir eðlilegt að Ronaldo hafi verið pirraður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:45 Ronaldo var ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli. Twitter/MirrorFootball Það var glaður Ralf Rangnick sem ræddi við fjölmiðla að loknum 3-1 sigri sinna manna í Manchester United á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann var þó ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
„Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira