Málið hófst þegar meðlimur öfgahópsins Querdenker, sem þýða mætti sem „sérvitrir spekingar,“ birti mynd af stjórnmálakonunni Manuelu Scwesig á Telegram. Undir myndinni var hótun.
„Hún mun fá að hverfa…hvort sem það verður lögregla eða líkbíll sem nemur hana á brott, þá mun hún fá að hverfa,“ stóð í myndatexta undir mynd af Schwesig.
Nokkrum vikum áður en myndin var birt hafði lögregla stöðvað mótmælendur sem flykktust að heimili stjórnmálakonunnar. Fólkið kvaðst vera að mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum.
Stjórnvöld í Þýskalandi líta hótunina alvarlegum augum og nefna að ólíkt samfélagsmiðlum, á borð við Facebook og Google, neita stjórnendur Telegram að vinna með þarlendum yfirvöldum.
Samskiptaleysi Telegram leiði til þess að stjórnvöld hyggist grípa til aðgerða gegn samskiptaforritinu „enda þurfi forritið að hlíta sömu lögum og önnur forrit í Þýskalandi.“