Svona eru milliriðlarnir: Barátta við heims- og ólympíumeistara um tvö sæti Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 13:31 Elliði Snær Viðarsson og félagar unnu alla leiki sína í B-riðli en nú taka við þyngri próf og það án nokkurra af lykilmönnum íslenska liðsins. Getty/Sanjin Strukic Lemstrað lið Íslands hefur keppni í milliriðli á EM í handbolta í kvöld með leik við dönsku heimsmeistarana. En hvað er í húfi, hvað þarf til að ná lengra, og af hverju í ósköpunum kallast þetta milliriðill? Ef að leikir Íslands við Portúgal, Holland og Unverjaland voru forrétturinn, þá er núna komið að fjórrétta aðalrétti og svo verður bara að koma í ljós hvort við fáum desert, þó að það sé því miður orðið mun ólíklegra eftir smitfréttir síðasta sólarhrings. Á EM keppa 24 þjóðir og tólf þeirra eru núna fallnar úr leik. Liðin léku í sex fjögurra liða riðlum og tvö komust upp úr hverjum þeirra. Núna byrjar svo keppni í tveimur sex liða riðlum sem líta svona út: Staðan í milliriðli 1 og milliriðli 2. Liðin tóku með sér stig úr leiknum við lið sem fylgdi þeim upp úr riðlakeppninni og því er helmingur liðanna nú þegar með tvö stig, þar á meðal Ísland eftir 29-28 sigurinn á Hollandi.EHF Liðin taka með sér stig úr leiknum við liðið sem var með þeim í fjögurra liða riðli. Þannig er Ísland nú þegar með tvö stig en Holland ekkert, vegna sigurs Íslands á Hollandi. Tvö efstu í undanúrslit og síðast dugðu sex stig Andstæðingar Íslands í millriðli koma úr A- og C-riðli. Tvöfaldir heimsmeistarar Danmerkur og Ólympíumeistarar Frakklands unnu alla sína leiki eins og Ísland, en Svartfjallaland og Króatía eru stigalaus. Tvö efstu liðin komast svo í undanúrslit, gegn tveimur efstu liðunum úr hinum milliriðlinum. Þá leika liðin sem enda í 3. sæti riðlanna um 5. sæti mótsins. Leikir Íslands í milliriðli EM eru eftirfarandi: 20. janúar, kl. 19.30: Danmörk – Ísland 22. janúar, kl.17: Frakkland – Ísland 24. janúar, kl. 14.30: Ísland – Króatía 26. janúar, kl. 14.30: Ísland – Svartfjallaland Það er illa hægt að segja til um hve mörg stig Ísland þarf til að komast áfram í undanúrslitin, og ljóst er að verkefnið er nær ómögulegt nú þegar kórónuveiran hefur herjað á liðið. Ísland er þó komið með tvö stig og á síðasta Evrópumóti dugði Slóveníu að fá sex stig til að komast áfram úr undanriðli Íslands og í undanúrslitin. Ísland endaði þá neðst í milliriðlinum, með tvö stig. Í fínum málum fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð Þrjú efstu liðin á EM fá ekki bara verðlaun heldur tryggja þau sér sæti á HM á næsta ári, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Það að Ísland sé í hópi 12 efstu liða á EM hefur þegar tryggt liðinu sess í efri styrkleikaflokki í umspilinu um sæti á HM nái liðið ekki verðlaunasæti á EM. Að lokum verður sá sem þetta skrifar að viðurkenna að hann veit ekki af hverju það sem á ensku kallast „main round“ er kallað milliriðlakeppni á íslensku. Aðalriðlakeppni væri kannski betra orð. Alla vega tekur ekki við önnur riðlakeppni eftir þessa heldur undanúrslitaleikir eins og fyrr segir. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30 Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30 Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ef að leikir Íslands við Portúgal, Holland og Unverjaland voru forrétturinn, þá er núna komið að fjórrétta aðalrétti og svo verður bara að koma í ljós hvort við fáum desert, þó að það sé því miður orðið mun ólíklegra eftir smitfréttir síðasta sólarhrings. Á EM keppa 24 þjóðir og tólf þeirra eru núna fallnar úr leik. Liðin léku í sex fjögurra liða riðlum og tvö komust upp úr hverjum þeirra. Núna byrjar svo keppni í tveimur sex liða riðlum sem líta svona út: Staðan í milliriðli 1 og milliriðli 2. Liðin tóku með sér stig úr leiknum við lið sem fylgdi þeim upp úr riðlakeppninni og því er helmingur liðanna nú þegar með tvö stig, þar á meðal Ísland eftir 29-28 sigurinn á Hollandi.EHF Liðin taka með sér stig úr leiknum við liðið sem var með þeim í fjögurra liða riðli. Þannig er Ísland nú þegar með tvö stig en Holland ekkert, vegna sigurs Íslands á Hollandi. Tvö efstu í undanúrslit og síðast dugðu sex stig Andstæðingar Íslands í millriðli koma úr A- og C-riðli. Tvöfaldir heimsmeistarar Danmerkur og Ólympíumeistarar Frakklands unnu alla sína leiki eins og Ísland, en Svartfjallaland og Króatía eru stigalaus. Tvö efstu liðin komast svo í undanúrslit, gegn tveimur efstu liðunum úr hinum milliriðlinum. Þá leika liðin sem enda í 3. sæti riðlanna um 5. sæti mótsins. Leikir Íslands í milliriðli EM eru eftirfarandi: 20. janúar, kl. 19.30: Danmörk – Ísland 22. janúar, kl.17: Frakkland – Ísland 24. janúar, kl. 14.30: Ísland – Króatía 26. janúar, kl. 14.30: Ísland – Svartfjallaland Það er illa hægt að segja til um hve mörg stig Ísland þarf til að komast áfram í undanúrslitin, og ljóst er að verkefnið er nær ómögulegt nú þegar kórónuveiran hefur herjað á liðið. Ísland er þó komið með tvö stig og á síðasta Evrópumóti dugði Slóveníu að fá sex stig til að komast áfram úr undanriðli Íslands og í undanúrslitin. Ísland endaði þá neðst í milliriðlinum, með tvö stig. Í fínum málum fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð Þrjú efstu liðin á EM fá ekki bara verðlaun heldur tryggja þau sér sæti á HM á næsta ári, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Það að Ísland sé í hópi 12 efstu liða á EM hefur þegar tryggt liðinu sess í efri styrkleikaflokki í umspilinu um sæti á HM nái liðið ekki verðlaunasæti á EM. Að lokum verður sá sem þetta skrifar að viðurkenna að hann veit ekki af hverju það sem á ensku kallast „main round“ er kallað milliriðlakeppni á íslensku. Aðalriðlakeppni væri kannski betra orð. Alla vega tekur ekki við önnur riðlakeppni eftir þessa heldur undanúrslitaleikir eins og fyrr segir.
Leikir Íslands í milliriðli EM eru eftirfarandi: 20. janúar, kl. 19.30: Danmörk – Ísland 22. janúar, kl.17: Frakkland – Ísland 24. janúar, kl. 14.30: Ísland – Króatía 26. janúar, kl. 14.30: Ísland – Svartfjallaland
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30 Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30 Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01
Tveir Íslendingar í úrvalsliði riðlakeppninnar Lars Christiansen, markahæsti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, valdi tvo Íslendinga í úrvalslið riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 11:30
Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20. janúar 2022 10:30
Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. 19. janúar 2022 14:01
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti