Skólasund verður valfag Snorri Másson skrifar 23. janúar 2022 14:00 Árbæjarskóli býr svo vel að hafa eigin laug, þar sem nemendur allt upp í 10. bekk synda fram og til baka eins og námskrá býður. En um árabil hefur áttundu og níundu bekkingum boðist að taka hæfnisprófið fyrir 10. bekk, og klára þannig fyrr. Þá er farið í aðrar íþróttavalgreinar í staðinn, og þetta vill borgin nú bjóða öllum grunnskólanemum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds. Fyrst er gert ráð fyrir að börnum verði gert viðvart um þennan möguleika strax í áttunda bekk og geti þá klárað sundið í 9. bekk. Fréttastofa leit við í Árbæjarskóla, þar sem drengir í sjöunda bekk eru meðvitaðir um að ef þeir vanda sundtökin í vor og næsta vetur, gætu þeir klárað skólasund alveg strax í áttunda bekk. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár í Árbænum en með breytingum sem borgarstjórn hefur samþykkt á þetta nú að verða svona í öllum skólum. Taka þetta og klára þetta Eitt breytist ekki: Þú þarft að uppfylla hæfnisviðmiðin. Maður þarf til dæmis að geta synt viðstöðulaust þolsund í 20 mínútur, 25 metra flugsund, þú þarft að kunna björgunarsund með jafningja og þú þarft að geta troðið marvaða í heila mínútu. Þá þarftu að vera með góða grunntækni í helstu sundtökum. Alda Hanna Hauksdóttir sundkennari segir að eftir að nemendum fór að bjóðast að útskrifast snemma úr sundi gegn því að ná góðum árangri, hafi öll frammistaða batnað til muna. Flestir klára í níunda bekk. „Eftir að við tókum þetta upp finnst mér ég sjá betri mætingu, þau spyrja meira hvað þau þurfa að laga. Og þau leggja sig bara miklu meira fram. Þau fá svona smá hvatningu, og hugsa bara veistu ég ætla að taka þetta og bara klára þetta,“ segir Alda. Styrmir Tryggvason, nemi sem fréttastofa ræddi við, segir: „Ég er alveg að stefna að því að hætta og ná áttunda bekknum en annars geri ég það bara í níunda. Þá bara er ég hættur að hugsa um það og get farið að sinna hinu náminu betur,“ segir Styrmir. Kvíðin í klefanum Tillagan á að sögn meirihlutans í borginni að vinna gegn kvíða ungmenna og vanlíðan sem getur fylgt skólasundi með tilheyrandi sundklæðnaði og sturtuferðum. Þessi breyting er þó að mati Öldu ekki endilega til þess fallin, enda aðeins um 40% sem klára strax í áttunda bekk, og það er ekki endilega sá hópur sem kvíðir skólasundi sérstaklega. Alda Hanna segir fjölmargt gert til þess að koma til móts við nemendur sem kunna skólasundi og umgjörðinni utan um það illa.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hlutur sem við þurfum að vinna með, sem ég tel að flestallir geri. Við erum með tvo klefa. Stundum get ég leyft nemandanum að vera bara í öðrum klefanum og restinni í hinum. Ég hef meira að segja leyst þetta þannig að nemandi er bara í minni aðstöðu þar sem hann er ekki í neinum stórum klefa. Þeim finnst oft bara óþægilegt tilfinning að berskjalda sig þegar þau eru að ganga á milli, svo þegar þau eru komin ofan í þá er þetta allt í lagi,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Sund Sundlaugar Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Fyrst er gert ráð fyrir að börnum verði gert viðvart um þennan möguleika strax í áttunda bekk og geti þá klárað sundið í 9. bekk. Fréttastofa leit við í Árbæjarskóla, þar sem drengir í sjöunda bekk eru meðvitaðir um að ef þeir vanda sundtökin í vor og næsta vetur, gætu þeir klárað skólasund alveg strax í áttunda bekk. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár í Árbænum en með breytingum sem borgarstjórn hefur samþykkt á þetta nú að verða svona í öllum skólum. Taka þetta og klára þetta Eitt breytist ekki: Þú þarft að uppfylla hæfnisviðmiðin. Maður þarf til dæmis að geta synt viðstöðulaust þolsund í 20 mínútur, 25 metra flugsund, þú þarft að kunna björgunarsund með jafningja og þú þarft að geta troðið marvaða í heila mínútu. Þá þarftu að vera með góða grunntækni í helstu sundtökum. Alda Hanna Hauksdóttir sundkennari segir að eftir að nemendum fór að bjóðast að útskrifast snemma úr sundi gegn því að ná góðum árangri, hafi öll frammistaða batnað til muna. Flestir klára í níunda bekk. „Eftir að við tókum þetta upp finnst mér ég sjá betri mætingu, þau spyrja meira hvað þau þurfa að laga. Og þau leggja sig bara miklu meira fram. Þau fá svona smá hvatningu, og hugsa bara veistu ég ætla að taka þetta og bara klára þetta,“ segir Alda. Styrmir Tryggvason, nemi sem fréttastofa ræddi við, segir: „Ég er alveg að stefna að því að hætta og ná áttunda bekknum en annars geri ég það bara í níunda. Þá bara er ég hættur að hugsa um það og get farið að sinna hinu náminu betur,“ segir Styrmir. Kvíðin í klefanum Tillagan á að sögn meirihlutans í borginni að vinna gegn kvíða ungmenna og vanlíðan sem getur fylgt skólasundi með tilheyrandi sundklæðnaði og sturtuferðum. Þessi breyting er þó að mati Öldu ekki endilega til þess fallin, enda aðeins um 40% sem klára strax í áttunda bekk, og það er ekki endilega sá hópur sem kvíðir skólasundi sérstaklega. Alda Hanna segir fjölmargt gert til þess að koma til móts við nemendur sem kunna skólasundi og umgjörðinni utan um það illa.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hlutur sem við þurfum að vinna með, sem ég tel að flestallir geri. Við erum með tvo klefa. Stundum get ég leyft nemandanum að vera bara í öðrum klefanum og restinni í hinum. Ég hef meira að segja leyst þetta þannig að nemandi er bara í minni aðstöðu þar sem hann er ekki í neinum stórum klefa. Þeim finnst oft bara óþægilegt tilfinning að berskjalda sig þegar þau eru að ganga á milli, svo þegar þau eru komin ofan í þá er þetta allt í lagi,“ segir Alda í samtali við fréttastofu.
Sund Sundlaugar Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum. 23. júní 2021 12:09