Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2022 08:00 Nick Gatfield er stofnandi Synchronized og Twin Music Inc. OverTune er til húsa á Hafnartorgi. Samsett Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. Gatfield hefur meðal annars séð um að semja við þekkta listamenn á borð við Radiohead, Blur, Tinie Tempah, Deadmau5 og Swedish House Mafia. Þá er hann einnig þekktur fyrir að uppgötva tónlistarkonuna Amy Winehouse sem sló í gegn upp úr síðustu aldamótum. OverTune vinnur að þróun samnefnds smáforrits sem er ætlað að gera hverjum sem er kleift að skapa tónlist og deila á samfélags- og samskiptamiðla, án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn eða kunna á hefðbundin tónsmíðaforrit. Greint er frá þessu í tilkynningu en að sögn OverTune hentar forritið einkum vel til að skapa efni fyrir TikTok og Instagram Reels þar sem notendur tjá sig með hljóði og mynd. Hingað til hafa þessir miðlar ekki gefið notendum kost á því að skapa tónlistarlegt efni heldur notast við hljóð og tónlist eftir aðra. Nick Gatfield hefur meðal annars unnið náið með tónlistarkonunni Katy Perry.Getty/Jeff Vespa Verkfæri fyrir nýja kynslóð tónlistarmanna „Það gleður mig að fá að vera þátttakandi í verkefnum OverTune. Með því að einfalda sköpunarferlið, efla notendur og straumlínulaga dreifingu á samfélagsmiðlum hefur OverTune markað sér sess sem framtíð skapandi hugbúnaðar,“ segir Gatfield. „OverTune er verkfæri fyrir nýja kynslóð tónlistarmanna og alla þá sem nýta tónlist í sinni listsköpun og samfélagsmiðlanotkun,“ bætir hann við. „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,“ segir Jason Daði Guðjónsson, einn stofnenda OverTune, í tilkynningu. „Við höfum verið að semja við hina ýmsu listamenn og fólk innan afþreyingariðnaðarins hér heima á Íslandi en það er augljóst að þessi bæting við hluthafa félagsins mun hafa mikil áhrif á þá verkferla á erlendum mörkuðum.“ Stefnt er að því að sérstök prufuútgáfa (e. beta) af OverTune verði gefin út fyrir iPhone-síma í febrúar og verður hægt að skrá sig á vef fyrirtækisins. Sigurður Ásgeir Árnason framkvæmdastjóri, Jason Daði Guðjónsson hönnunarstjóri og Pétur Eggerz vöru- og tæknistjóri OverTune.María Guðrún Rúnarsdóttir Tryggt sér 200 milljóna sprotafjármögnun Dæmi um aðra þekkta hluthafa í félaginu má nefna englafjárfestinn Charles Huang sem er hvað þekktastur fyrir að hafa skapað tónlistartölvuleikinn Guitar Hero. OverTune er stofnað af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Pétri Eggerz Péturssyni og Jason Daða Guðjónssyni. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Guðjón Már Guðjónsson. Fyrirtækið var stofnað seint á árinu 2020 í miðjum heimsfaraldri og hefur teymið náð að þróa fyrstu prufuútgáfu vörunnar á tiltölulega skömmum tíma. Að sögn stjórnenda þurfti fyrirtækið að leita langt út fyrir landsteinana að sérhæfðu starfsfólki á sviði hljóðtækniþróunar. Tólf starfsmenn starfa nú hjá OverTune og er unnið að þróun hugbúnaðarins á Íslandi, Tyrklandi, Indlandi, í Hvíta Rússlandi og Bandaríkjunum. Brunnur Ventures leiðir vaxtarfjármögnun fyrirtækisins, en að fjármögnuninni koma einnig íslenskir og erlendir englafjárfestar. Nýverið var greint frá því að OverTune hafi tryggt sér 200 milljóna króna sprotafjármögnun. „Þróun vörunnar hefur gengið vonum framar, enda hefur okkur tekist að setja saman teymi með gífurlega sérþekkingu,“ segir Pétur Eggerz, vöru- og tæknistjóri og einn stofnenda. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að umbreyta tækni sem áður hefur eingöngu verið aðgengileg einstaklingum með mikla tækni- og tónlistarþekkingu, og móta hana svo hún nýtist öllum hópum við efnissköpun á samfélagsmiðlum.“ Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. 6. október 2021 12:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Gatfield hefur meðal annars séð um að semja við þekkta listamenn á borð við Radiohead, Blur, Tinie Tempah, Deadmau5 og Swedish House Mafia. Þá er hann einnig þekktur fyrir að uppgötva tónlistarkonuna Amy Winehouse sem sló í gegn upp úr síðustu aldamótum. OverTune vinnur að þróun samnefnds smáforrits sem er ætlað að gera hverjum sem er kleift að skapa tónlist og deila á samfélags- og samskiptamiðla, án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn eða kunna á hefðbundin tónsmíðaforrit. Greint er frá þessu í tilkynningu en að sögn OverTune hentar forritið einkum vel til að skapa efni fyrir TikTok og Instagram Reels þar sem notendur tjá sig með hljóði og mynd. Hingað til hafa þessir miðlar ekki gefið notendum kost á því að skapa tónlistarlegt efni heldur notast við hljóð og tónlist eftir aðra. Nick Gatfield hefur meðal annars unnið náið með tónlistarkonunni Katy Perry.Getty/Jeff Vespa Verkfæri fyrir nýja kynslóð tónlistarmanna „Það gleður mig að fá að vera þátttakandi í verkefnum OverTune. Með því að einfalda sköpunarferlið, efla notendur og straumlínulaga dreifingu á samfélagsmiðlum hefur OverTune markað sér sess sem framtíð skapandi hugbúnaðar,“ segir Gatfield. „OverTune er verkfæri fyrir nýja kynslóð tónlistarmanna og alla þá sem nýta tónlist í sinni listsköpun og samfélagsmiðlanotkun,“ bætir hann við. „Innkoma Nick inn í teymið er vítamínsprauta fyrir OverTune og mun gefa okkur tækifæri á hraðari vexti á erlendum mörkuðum en við höfðum upphaflega áætlað,“ segir Jason Daði Guðjónsson, einn stofnenda OverTune, í tilkynningu. „Við höfum verið að semja við hina ýmsu listamenn og fólk innan afþreyingariðnaðarins hér heima á Íslandi en það er augljóst að þessi bæting við hluthafa félagsins mun hafa mikil áhrif á þá verkferla á erlendum mörkuðum.“ Stefnt er að því að sérstök prufuútgáfa (e. beta) af OverTune verði gefin út fyrir iPhone-síma í febrúar og verður hægt að skrá sig á vef fyrirtækisins. Sigurður Ásgeir Árnason framkvæmdastjóri, Jason Daði Guðjónsson hönnunarstjóri og Pétur Eggerz vöru- og tæknistjóri OverTune.María Guðrún Rúnarsdóttir Tryggt sér 200 milljóna sprotafjármögnun Dæmi um aðra þekkta hluthafa í félaginu má nefna englafjárfestinn Charles Huang sem er hvað þekktastur fyrir að hafa skapað tónlistartölvuleikinn Guitar Hero. OverTune er stofnað af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Pétri Eggerz Péturssyni og Jason Daða Guðjónssyni. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Guðjón Már Guðjónsson. Fyrirtækið var stofnað seint á árinu 2020 í miðjum heimsfaraldri og hefur teymið náð að þróa fyrstu prufuútgáfu vörunnar á tiltölulega skömmum tíma. Að sögn stjórnenda þurfti fyrirtækið að leita langt út fyrir landsteinana að sérhæfðu starfsfólki á sviði hljóðtækniþróunar. Tólf starfsmenn starfa nú hjá OverTune og er unnið að þróun hugbúnaðarins á Íslandi, Tyrklandi, Indlandi, í Hvíta Rússlandi og Bandaríkjunum. Brunnur Ventures leiðir vaxtarfjármögnun fyrirtækisins, en að fjármögnuninni koma einnig íslenskir og erlendir englafjárfestar. Nýverið var greint frá því að OverTune hafi tryggt sér 200 milljóna króna sprotafjármögnun. „Þróun vörunnar hefur gengið vonum framar, enda hefur okkur tekist að setja saman teymi með gífurlega sérþekkingu,“ segir Pétur Eggerz, vöru- og tæknistjóri og einn stofnenda. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að umbreyta tækni sem áður hefur eingöngu verið aðgengileg einstaklingum með mikla tækni- og tónlistarþekkingu, og móta hana svo hún nýtist öllum hópum við efnissköpun á samfélagsmiðlum.“
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. 6. október 2021 12:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. 6. október 2021 12:24