Alvarlegir gallar á rannsókn ÖBÍ, ASÍ og BSRB um stöðu fólks Lúðvík Júlíusson skrifar 21. janúar 2022 15:01 Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun