Alvarlegir gallar á rannsókn ÖBÍ, ASÍ og BSRB um stöðu fólks Lúðvík Júlíusson skrifar 21. janúar 2022 15:01 Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa birst tvær rannsóknir á stöðu fólks, fatlaðra og launafólks(1)(2). Þær gefa okkur ákveðna innsýn í stöðu ákveðinna hópa í samfélaginu. Rannsóknirnar er því miður takmarkaðar og gefa því ráðamönnum bitlaust vopn til að berjast gegn fátækt fólks, foreldra og barna. Markmið rannsóknanna er ekki skilgreint Markmið rannsóknanna er hvorki skilgreint né afmarkað. Hvergi er rætt um hvað sé verið að rannsaka og hvað ekki sé verið að rannsaka. Samfélagið okkar hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu áratugum og bæði foreldrar og fjölskyldur eru mun fjölbreyttari nú en áður. Rannsóknirnar skoða þó aðeins fjögur fjölskyldumynstur en skilja önnur og ný mynstur eftir. Staða fjölbreytts hóps foreldra(t.d. umgengisforeldra og meðlagsgreiðenda) og barna(sem búa á tveimur heimilum) er ekki skoðuð. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum rannsóknanna. Af þessari ástæðu er ekki hægt að fullyrða hvaða hópur fólks, t.d. „einstæðir foreldrar“ hefur það verst. Það er einfaldlega ekki rannsakað. Markmið rannsóknanna er oft sett fram sem rannsóknarspurning. Til dæmis „Hvaða hópur fólks býr við verst lífskjör?“ Í kjölfarið skoða rannsakendur gögn sem stuðst er við, útskýra aðferðafræðina, fjalla um takmarkanir gagnanna, gagnsemi gagnanna, kynna niðurstöður og að lokum hvað þurfi mögulega að rannsaka meira. Þetta er ekki gert í rannsóknum ÖBÍ, ASÍ og BSRB. Það er alvarlegur galli. Hugtök eru ekki skilgreind, t.d. „einstætt foreldri“ Hvergi í rannsóknunum eru hugtök sem notuð eru skilgreind. Hugtakið „einstætt foreldri“ er notað í miklu víðara samhengi í þessari rannsókn en almennt tíðkast, t.d. við útreikning barnabóta. Í rannsókninni þá geta foreldrar sem eiga börn, greiða framfærslu þeirra og eru með þau hálft árið talist til „einstæðra foreldra“ þegar foreldrarnir hafa í raunveruleikanum engin réttindi sem slíkir heldur aðeins sem „einstaklingar“. Ástæðan er sú að þessir foreldrar hafa ekki lögheimili barna sinna. Þessi rannsókn gefur því ekki rétta mynd af stöðu þessara hópa bæði „einstaklinga“ og „einstæðra foreldra“. Rannsóknin svarar ekki þeirri mikilvægu spurningu hvort þeir „einstaklingar“ sem standa illa/verst séu einnig foreldrar. Rannsóknin svarar ekki heldur þeirri spurningu hvort þeir „einstæðir foreldrar“ sem standa illa eigi rétt til barnabóta eða annars opinbers stuðnings. Sem gögn til stefnumótunar þá er rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlausar eða gagnslitlar. Ímyndið ykkur einnig þann gríðarlega mun sem er á stöðu „einstæðra foreldra“ ef börn fara reglulega í umgengni til hins foreldrisins eða ef þau eru hjá sama foreldrinu allt árið. Þarna er himin og haf á milli umönnunarbyrðar og fjárhagslegrar byrðar. Samt falla þeir báðir undir hugtakið „einstætt foreldri“. Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir Stórir hópar fólks eru ekki rannsakaðir. Það er hvergi tekið fram í þessum rannsóknum. Sá stærsti eru foreldrar sem hafa börnin sín reglulega hjá sér, hafa sameiginlega forsjá en hafa ekki lögheimili barnanna. Þessi hópur foreldra er einfaldlega ekki rannsakaður. Staða barna(tæp 11 þúsund) hjá þessum foreldrum(rúmlega 10 þúsund) er ekki rannsakaður. Er þessi hópur foreldra og barna í engri hættu á að lifa í fátækt? Það er mjög einkennilegt af ASÍ, BSRB og ÖBÍ að láta sem svo sé. Ef þessum rannsóknum var ekki ætlað að rannsaka þetta þá þarf að setja það fram með skýrum hætti svo fólk átti sig á því að gera þurfi frekari rannsóknir til að fá mynd af stöðu foreldra og barna. Einfaldar spurningar sem vantar Til þess að ná utan um þennan fjölbreytta hóp foreldra og barna þá ætti að vera nóg að bæta við fjórum spurningum: „Ertu foreldri?“ „Eru öll börnin með lögheimili hjá þér?“(Börn yngri en 18 ára). „Koma börn sem ekki búa hjá þér í reglulega umgengni?“ „fara börn sem hafa lögheimili hjá þér reglulega í umgengni?“ Með þessum spurningum er hægt að skoða stöðu foreldra og greina með mjög nákvæmum hætti. Við getum séð hvaða foreldrar eiga í mestri hættu á að búa í fátækt, við getum séð hvort barnabætur séu að ná til allra foreldra sem þurfa og við getum séð hjá hvaða foreldrum börn búa í fátækt. Er það ekki göfugt markmið? Þarna væru stefnumótendur komnir með alvöru rannsókn sem hægt væri að byggja alvöru aðgerðir á. Markmiðið er að bæta stöðu barnafólks og útrýma fátækt Markmiðið með rannsóknum og stefnumótun er að greina stöðu fólks svo hægt sé að bæta stöðu þess og útrýma fátækt. Samfélagið hefur breyst gríðarlega á síðustu árum og því duga ekki gömul og úrelt greiningartæki. Það þarf að þróa þau og breyta þeim svo þau nái til allra hópa samfélagsins. Þetta hafa rannsakendur því miður ekki gert. Þeir skoða samfélagið eins og árið væri enn 1963. Er ekki nóg til fyrir alla? Stéttarfélögin segja að nóg sé til fyrir alla(3). Þessi fullyrðing þeirra er röng ef þau ætla sér ekki að hafa alla með. Nú hvet ég ASÍ, BSRB og ÖBÍ að hafa alla þjóðfélagshópa með í rannsóknum sínum, bjóða alla velkomna og rétta öllum sem standa höllum fæti hjálparhönd. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um stöðu barna. Heimildir: (1) https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launaf%C3%B3lks-versna%C3%B0-milli-%C3%A1ra (2) https://www.rannvinn.is/post/sk%C3%BDrsla-v%C3%B6r%C3%B0u-um-st%C3%B6%C3%B0u-fatla%C3%B0s-f%C3%B3lks-er-komin-%C3%BAt (3) https://www.asi.is/thad-er-nog-til/
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun