Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 21. janúar 2022 20:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan:
Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira