Unnið með litla teygju (miniband) sem er frábær álagsaukning í þessum hörkugóðu styrktaræfingum sem kveikja vel í vöðvunum. Í góðu lagi að sleppa teygjunni ef þú átt ekki slíka.
Einu áhöldin sem þú þarft er dýna og lítil teygja (mini-band) ef þú átt hana til. Líkt og alltaf er æfingin í kringum fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert æfinguna oftar en einu sinni.
Í þáttunum Hreyfum okkur saman fer Anna Eiríks yfir einfaldar æfingar sem hægt er að gera heimavið. Þættirnir koma út á mánudögum og fimmtudögum á Vísi og Stöð 2+.
Fyrstu fjóra þættina af Hreyfum okkur saman má finna HÉR á Vísi.