Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 23:24 8.500 bandarískir hermenn gætu komið til Evrópu á næstunni. Bo Zaunders/Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 8.500 bandarískir hermenn eru nú reiðubúnir til að koma bandamönnum Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu til aðstoðar ef allt fer á versta veg á landamærum Úkraínu, að því er segir í frétt AP. „Þetta snýst um að styrkja bandamenn í NATÓ,“ segir John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytisins, og bætir við að engir hermenn verði sendir beint til Úkraínu. Hermenn verði aðeins sendir af stað til Evrópu ef NATÓ hefur aðgerðir gegn Rússum. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins um varnarmál í Evrópu í dag. Leiðtogarnir sammæltust um það að frekari aðgerðir Rússa gegn Úkraínumönnum yrðu þeim dýrkeyptar. Great meeting with @POTUS on European security with #NATO leaders @EmmanuelMacron, @OlafScholz, Mario Draghi, @AndrzejDuda, @BorisJohnson & our #EU partners @eucopresident & @vonderleyen. We agree that any further aggression by #Russia against #Ukraine will have severe costs. pic.twitter.com/r7wx0Xln4X— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 24, 2022 Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Um 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú við landamærin að Úkraínu og þá stendur til að þeir haldi stóra flotaæfingu undan ströndum Úkraínu. Í dag fyrirskipuðu Bandaríkjamenn fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. Hernaður Bandaríkin Úkraína Rússland Tengdar fréttir Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir. 22. janúar 2022 16:12 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
8.500 bandarískir hermenn eru nú reiðubúnir til að koma bandamönnum Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu til aðstoðar ef allt fer á versta veg á landamærum Úkraínu, að því er segir í frétt AP. „Þetta snýst um að styrkja bandamenn í NATÓ,“ segir John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytisins, og bætir við að engir hermenn verði sendir beint til Úkraínu. Hermenn verði aðeins sendir af stað til Evrópu ef NATÓ hefur aðgerðir gegn Rússum. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins um varnarmál í Evrópu í dag. Leiðtogarnir sammæltust um það að frekari aðgerðir Rússa gegn Úkraínumönnum yrðu þeim dýrkeyptar. Great meeting with @POTUS on European security with #NATO leaders @EmmanuelMacron, @OlafScholz, Mario Draghi, @AndrzejDuda, @BorisJohnson & our #EU partners @eucopresident & @vonderleyen. We agree that any further aggression by #Russia against #Ukraine will have severe costs. pic.twitter.com/r7wx0Xln4X— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 24, 2022 Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Um 100 þúsund rússneskir hermenn eru nú við landamærin að Úkraínu og þá stendur til að þeir haldi stóra flotaæfingu undan ströndum Úkraínu. Í dag fyrirskipuðu Bandaríkjamenn fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið.
Hernaður Bandaríkin Úkraína Rússland Tengdar fréttir Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir. 22. janúar 2022 16:12 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45
Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir. 22. janúar 2022 16:12