Þjálfari Dana með skelfileg skilaboð fyrir Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 08:01 Örlög Íslendinga eru að stórum hluta í höndum Mathias Gidsel og félaga í danska landsliðinu. Gidsel er þó líklegur til að fá að hvíla sig á morgun eftir að hafa verið magnaður í sóknarleik Dana á mótinu. EPA-EFE/Tibor Illyes Íslendingar liggja á bæn um sæti í undanúrslitum á EM í handbolta en til þess þarf þjóðin hjálp frá sínum gamla drottnara, Danmörku. Þjálfara Dana virðist hjartanlega sama um það. Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30
Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40
Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00