Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 11:08 Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur verið undir miklum þrýstingi vegna samkvæma sem haldin voru innan ríkisstjórnar hans. EPA/ANDY RAIN Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45
Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30