Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 15:15 Dmitry Peskov, talsmaður forseta Rússlands, er hér til vinstri. Við hlið hans er Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, og til hægri er Vladimír Pútin, forseti. EPA/SERGEI CHIRIKOV Ráðamenn í Rússlandi segjast fylgjast náið með og hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn hafi sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna Úkraínu-krísunnar. Rússar segjast ekki ætla að gera innrás í Úkraínu en segjast geta framkvæmt ótilgreindar hernaðaraðgerðir verði ekki orðið við kröfum þeirra. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði í dag Bandaríkin um að auka spennu vegna Úkraínu, samkvæmt frétt Reuters. Rússar hafa oft sagt að spennan sé til komin vegna Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins en ekki vegna þess að Rússar hafa komið tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússar hafa flutt um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Í Rússlandi er beðið eftir skriflegum svörum við kröfum þeirra. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskov að ríkisstjórn Pútíns bíði enn eftir svörum. Næstu skref í deilunni verði ekki ákveðin fyrr en þau hafi borist og búið að fara yfir þau. Eftir að svörin berast stendur til að halda annan fund milli Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Eiga ekki von á innrás á næstu dögum Pólitískir leiðtogar Úkraínu sögðu í dag að þeir ekki eki von á innrás á næstu dögum. Þeir hafa þó sagt að ógnin sé raunveruleg. Oleksii Raznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á þingi í dag að rússneskir hermenn hefðu ekki myndað þær fylkingar sem þeir myndu gera í aðdraganda innrásar. Fólk ætti ekki að missa svefn yfir mögulegri innrás, né pakka í töskur. Sjá einnig: Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar slegið á svipaða strengi og sagt yfirvöld hafa stjórn á ástandinu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði í dag Bandaríkin um að auka spennu vegna Úkraínu, samkvæmt frétt Reuters. Rússar hafa oft sagt að spennan sé til komin vegna Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins en ekki vegna þess að Rússar hafa komið tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússar hafa flutt um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Í Rússlandi er beðið eftir skriflegum svörum við kröfum þeirra. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskov að ríkisstjórn Pútíns bíði enn eftir svörum. Næstu skref í deilunni verði ekki ákveðin fyrr en þau hafi borist og búið að fara yfir þau. Eftir að svörin berast stendur til að halda annan fund milli Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Eiga ekki von á innrás á næstu dögum Pólitískir leiðtogar Úkraínu sögðu í dag að þeir ekki eki von á innrás á næstu dögum. Þeir hafa þó sagt að ógnin sé raunveruleg. Oleksii Raznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á þingi í dag að rússneskir hermenn hefðu ekki myndað þær fylkingar sem þeir myndu gera í aðdraganda innrásar. Fólk ætti ekki að missa svefn yfir mögulegri innrás, né pakka í töskur. Sjá einnig: Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar slegið á svipaða strengi og sagt yfirvöld hafa stjórn á ástandinu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24
Skipa fjölskyldum sendiráðsstarfsfólks að yfirgefa Úkraínu Bandaríkjamenn hafa fyrirskipað fjölskyldum þeirra sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu að yfirgefa landið. 24. janúar 2022 06:45