„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 08:01 Það er magnað hvað Guðmundur og liðið hafa afrekað í þessum öldusjó í Búdapest. vísir/getty Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjá meira
Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjá meira