Margrét sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 18:08 Margrét Bjarnadóttir sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Mynd/Facebook Margrét Bjarnadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fer fram þann fimmta mars næstkomandi. Margrét greinir frá framboðinu á Facebook síðu sinni. Margrét er þrjátíu ára gömul og býr í Sjálandshverfinu ásamt kærasta og syni þeirra en sjálf er hún dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur. Margrét segist hvergi annars staðar vilja vera heldur en í Garðabæ þar sem hún ólst upp. „Í mínum huga er mikilvægt að listinn sé samsettur af fjölbreyttu fólki á öllum aldri. Það er nauðsynlegt að hafa ungt fólk á lista Sjálfstæðisflokksins sem hefur fjölbreytta sýn á samfélagið sem við búum saman í,“ segir Margrét í færslunni. Hún segist munu leggja áherslu á málefni fjölskyldunnar og leikskólamál en sjálf er hún móðir barns í leikskóla. „Það eykur lífsgæði fjölskyldna í Garðabæ að hér séu reknir góðir leikskólar og að öll börn hafi tækifæri til að þroska hæfileika sína í félagsstarfi í bænum,“ segir Margrét og bendir sömuleiðis á að mikilvægi íþrótta- og tómstundastarfs verði seint ofmetið. Þá eru húsnæðismál einnig ofarlega í hennar huga en hún segir mikilvægt að gera ungu fólki kleift að kaupa sér eign í Garðabæ. „Fjölbreyttar lausnir sem mæta ólíkum þörfum kynslóðanna en ekki síst laða að unga framtíðar Garðbæinga eru lykilatriði. Það skiptir mig miklu máli að hér sé gott að búa og að við séum sveitarfélag sem tekur vel á móti ungum sem öldruðum,“ segir Margrét „Mig langar til þess að gera Garðabæ að enn betra sveitarfélagi fyrir fjölskyldufólk og ég hef trú á því að ég eigi erindi í hóp bæjarfulltrúa í Garðabæ. Það eru spennandi tímar framundan og mörg tækifæri til þess að grípa,“ segir hún enn fremur. Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Margrét er þrjátíu ára gömul og býr í Sjálandshverfinu ásamt kærasta og syni þeirra en sjálf er hún dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur. Margrét segist hvergi annars staðar vilja vera heldur en í Garðabæ þar sem hún ólst upp. „Í mínum huga er mikilvægt að listinn sé samsettur af fjölbreyttu fólki á öllum aldri. Það er nauðsynlegt að hafa ungt fólk á lista Sjálfstæðisflokksins sem hefur fjölbreytta sýn á samfélagið sem við búum saman í,“ segir Margrét í færslunni. Hún segist munu leggja áherslu á málefni fjölskyldunnar og leikskólamál en sjálf er hún móðir barns í leikskóla. „Það eykur lífsgæði fjölskyldna í Garðabæ að hér séu reknir góðir leikskólar og að öll börn hafi tækifæri til að þroska hæfileika sína í félagsstarfi í bænum,“ segir Margrét og bendir sömuleiðis á að mikilvægi íþrótta- og tómstundastarfs verði seint ofmetið. Þá eru húsnæðismál einnig ofarlega í hennar huga en hún segir mikilvægt að gera ungu fólki kleift að kaupa sér eign í Garðabæ. „Fjölbreyttar lausnir sem mæta ólíkum þörfum kynslóðanna en ekki síst laða að unga framtíðar Garðbæinga eru lykilatriði. Það skiptir mig miklu máli að hér sé gott að búa og að við séum sveitarfélag sem tekur vel á móti ungum sem öldruðum,“ segir Margrét „Mig langar til þess að gera Garðabæ að enn betra sveitarfélagi fyrir fjölskyldufólk og ég hef trú á því að ég eigi erindi í hóp bæjarfulltrúa í Garðabæ. Það eru spennandi tímar framundan og mörg tækifæri til þess að grípa,“ segir hún enn fremur.
Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira