Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 21:28 Um 1400 manns fá boð um að taka þátt í rannsókninni. Getty/Artur Widak Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45