Borðaði kjúkling og sagði liðið sitt sökka Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 07:30 Giannis Antetokounmpo reynir að ná boltanum af Evan Mobley í tapinu gegn Cleveland í nótt. AP/Tony Dejak Giannis Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mætti með nesti á blaðamannafund eftir tap Milwaukee Bucks gegn Cleveland Cavaliers. Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira