Ungmenni með krabbamein kæra eigendur kjarnorkuversins í Fukushima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 09:11 Ungmennin krefjast um 700 milljóna króna í bætur vegna krabbameins sem þau þróuðu með sér í kjölfar kjarnorkuslyssins. AP Photo/Mari Yamaguchi Sex japönsk ungmenni hafa kært eignarhaldsfélag kjarnorkuversins í Fukushima eftir að þau greindust öll með skjaldkirtilskrabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins árið 2011. Ungmennin voru á aldrinum sex til sextán ára þegar hamfarirnar í Fukushima riðu yfir. Þau segjast öll hafa þróað með sér krabbamein vegna geislamengunar. Þá segir lögmaður ungmennanna að þau hafi öll þurft að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja hluta skjaldkirtilsins. Ungmennin krefjast 5,4 milljóna dollara, eða um 700 milljóna króna, í skaðabætur frá fyrirtækinu sem rekur kjarnorkuverið, Tokyo Electric Power Company (Tepco). Sérfræðingar telja þó að þeim muni reynast erfitt að sanna að kjarnorkuslysið hafi leitt til krabbameinsins. Fukushima kjarnorkuslysið varð þann 11. mars 2011 eftir að stór jarðskjálfti leiddi til þess að flóðbylgja skall á austurströnd Japans. Kjarnorkuverið eyðilagðist í flóðbylgjunni og geislavirk efni láku út í nærliggjandi svæði. Kjarnorkuslysið var sagt það versta síðan kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbíl árið 1986 en var talið hafa mun minni áhrif á íbúa í nágrenninu þar sem minna magn geislavirkra efna lak út í náttúruna. Hópur sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna ákvörðuðu í fyrra að slysið hafi ekki leitt til neinna heilsufarsvandræða meðal íbúa og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu árið 2013 þar sem fram kom að slysið myndi ekki leiða til aukinnar krabbameinstíðni á svæðinu. Langtímaáhrif slyssins hafa þó verið deilumál og árið 2018 tilkynntu japönsk yfirvöld að einn starfsmaður hafi dáið í kjölfar útsetningar fyrir geislavirkni. Fjölskyldu mannsins voru greiddar bætur af ríkinu vegna þessa. Ungmenin sex vilja nú meina að allar líkur séu á því að þau hafi þróað með sér krabbamein eftir að hafa verið útsett fyrir geislavirkni. Ekkert ungmennanna, sem nú eru 17 til 27 ára gömul, á fjölskyldumeðlim sem greinst hefur með skjaldkirtilskrabbamein. Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Ungmennin voru á aldrinum sex til sextán ára þegar hamfarirnar í Fukushima riðu yfir. Þau segjast öll hafa þróað með sér krabbamein vegna geislamengunar. Þá segir lögmaður ungmennanna að þau hafi öll þurft að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja hluta skjaldkirtilsins. Ungmennin krefjast 5,4 milljóna dollara, eða um 700 milljóna króna, í skaðabætur frá fyrirtækinu sem rekur kjarnorkuverið, Tokyo Electric Power Company (Tepco). Sérfræðingar telja þó að þeim muni reynast erfitt að sanna að kjarnorkuslysið hafi leitt til krabbameinsins. Fukushima kjarnorkuslysið varð þann 11. mars 2011 eftir að stór jarðskjálfti leiddi til þess að flóðbylgja skall á austurströnd Japans. Kjarnorkuverið eyðilagðist í flóðbylgjunni og geislavirk efni láku út í nærliggjandi svæði. Kjarnorkuslysið var sagt það versta síðan kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbíl árið 1986 en var talið hafa mun minni áhrif á íbúa í nágrenninu þar sem minna magn geislavirkra efna lak út í náttúruna. Hópur sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna ákvörðuðu í fyrra að slysið hafi ekki leitt til neinna heilsufarsvandræða meðal íbúa og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrslu árið 2013 þar sem fram kom að slysið myndi ekki leiða til aukinnar krabbameinstíðni á svæðinu. Langtímaáhrif slyssins hafa þó verið deilumál og árið 2018 tilkynntu japönsk yfirvöld að einn starfsmaður hafi dáið í kjölfar útsetningar fyrir geislavirkni. Fjölskyldu mannsins voru greiddar bætur af ríkinu vegna þessa. Ungmenin sex vilja nú meina að allar líkur séu á því að þau hafi þróað með sér krabbamein eftir að hafa verið útsett fyrir geislavirkni. Ekkert ungmennanna, sem nú eru 17 til 27 ára gömul, á fjölskyldumeðlim sem greinst hefur með skjaldkirtilskrabbamein.
Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35
Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44